FERJUSTADUR-25 copy
SLÓÐ 2009

IMG_6068_2 copy

Verkið samanstendur af 4 bókaropnum, sem liggja ein eftir aðra, inn eftir gönguslóðanum.

Á hverri opnu er ævisaga einnar manneskju:
Á annarri síðunni en texti, en hinu megin er kort sem sýnir ferðir fólksins um Ölfus, Flóa, Þingvallasveit og höfuðborgarsvæðið.
Fólkið sem sagt er frá tengist fjölskylduböndum en er sitt af hverri kynslóð.
Á fremstu opnunni er sagt frá Bjarna, afa mínum, sem var fæddur 1879. Á næstu opnu er móðir hans, Róbjörg, síðan amma Bjarna í föðurætt, Margrét og að lokum Ólafur langafi Bjarna í móðurætt, f. 1741 og er hann lengst inní skóginum.
Líf hvers og eins er auðvitað sérstakt en eitt af því sem þau eiga sameiginlegt er að þau fóru öll yfir Ölfusá einhvern tímann á ævinni.
Sá sem er yngstur eða næstur okkur í tíma, Bjarni hefur verið 12 ára þegar brúin var byggð og
hann virðist ekki hafa farið úr sveitinni sinni, Flóanum, fyrr en hann var 26 ára og fór þá auðvitað yfir brúna, en forfeður hans áttu ekki annan kost en að fara yfir með ferju.