Samhengi

Dagurinn er nýr
- ekki sá sami og í gær.
Morgundagurinn nálgast
- hvernig tengist hann líðandi stund?

Ég skoða brotin sem liggja hjá mér
- máta þau við morgunskímuna.
Ég velti grónum stoðum
- hvar er samhengi að finna?

B.Ó. 1991