Texti: Ragna Sigurðardóttir, myndlistarmaður og rithöfundur, 2004:
Mikil togstreita felst í sölu íslenskrar náttúru til hæstbjóðanda,
í byggingu risavirkjana sem sjá alþjóðlegum stórfyrirtækjum fyrir ódýru rafmagni. Einstök landsvæði og ósnert náttúra eru að eilífu horfin,
í framtiðinni verður missirinn enn meiri.
Þessi missir og viðkvæmt líf íslenskrar náttúru eru meginþema
listaverka Borghildar Óskarsdóttur, endurspeglast í tómum leirmótum
og í ljósmyndum sem sýna það sem ekki er.