Texti: Halldór Björn Runólfsson, Helgarpósturinn, 9.apríl 1981
hluti greinarinnar:
... taka sex listamenn frá Íslandi þátt í þessari sýnungu, þær Vargerður Bergsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Edda Jónsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Bergljót Ragnars og Björg Þorsteinsdóttir.
... þó er það einkennandi hversu mjög íslenskar listakonur sækja út fyrir landsteinana í framhaldsmenntun og gjarnan út fyrir Skandinaviu. Það eru aðeins hinar eldri meðal kynsystra þeirra á Norðurlöndum sem stundað hafa nám utan hins norræna menningarsvæðis. Flestar hinna yngri hafa látið sér nægja heimaland sitt. Þetta má sjá greinilega þegar íslenska framlagið er borið saman við framlag hinna. Hvergi er að finna neinn sterkan þjóðlegan né hefðbundinn þátt í fulltrúum Íslands.
... það sem kom mér þó mest og skemmtilegast á óvart, var framlag þeirra Bergljótar, Borghildar og Sigríðar. Kannski er það ókunnugleiki minn við fyrri verk þessara kvenna sem gerir verk þeirra svo nýstárleg.
... Borghildur Óskarsdóttir nálgast hreint concept, þótt ljósmyndir hennar séu um leið afar ljóðrænar og geti þess vegna staðið sem óhlutbundin verk. Hugmyndin um konu með andlitsfarða er skilmerkilega útfærð ...