Landvættir á listasafni, Þorkell, Morgunblaðið, Menningarblað/Lesbók, 25. janúar, 1997.
LANDVÆTTIR Á LISTASAFNI (hluti)
ÍSLENSKA þjóðin, saga hennar og menning eru í brennidepli á myndlistarsýningu Borghildar Óskarsdóttur sem opnuð verður í Ásmundarsal, Listasafni ASÍ við Freyjugötu, í dag kl. 16.00. Á sýningunni eru verk unnin í leir, gler, steinsteypu og tré.
... Borghildur segir ýmsar áleitnar spurningar hafa komið upp á yfirborðið meðan hún vann að sýningunni, eins og um uppruna, þjóðerni og fleira af því tagi enda sé sitthvað í tíðarandanum sem knýi okkur til að gefa stöðu okkar í heiminum gaum. Hafi hún, eftir föngum, reynt að leita svara en niðurstaðan sé óljós.