STJÖRNUSÖGUR Grafarvogs sundlaug í Reykjavík.
Unnið á árunum 2001–2003
Myndirnar eru sex alls, á tveimur andstæðum veggjum, þrjár á hvorum vegg.
stjörnusögur.4
KASSIOPEIA og SEFEUS.
PEGASUS, ANDRÓMEDA og
ÞRÍHYRNINGURINN
texti á veggnum.
pegasus
PEGASUS, ANDRÓMEDA og ÞRÍHYRNINGURINN


Hugmynd og handverk

Víðátta var grundvöllur hugmyndarinnar, horft til fjarlægðar í tíma og rúmi; til himins og stjarna og til verka lista- og fræðimanna frá mismunandi tímum úr fortíðinni og einnig til nútíma stjörnufræðirita.
Valin voru 16 af stjörnumerkjum norðurhvels: PEGASUS, ANDRÓMEDA, ÞRÍHYRNINGURIN, KASSIOPEIA, SEFEUS, LITLI HUNDUR, STÓRI HUNDUR, ÓRÍON, DREKINN, LITLI BJÖRN, STÓRI BJÖRN, ÖKUMAÐURINN, PERSEUS, SVANURINN, HARPAN, HÖFRUNGURINN.
Úrvinnslan var svo í bland við hugmynd og handverk og aðlögun verksins að sundlaugarsalnum og sundlaugargestum.
Myndir voru stækkaðar, tengdar saman og endurgerðar. Litir voru valdir með hliðsjón af litbrigðum vatnsins og ímynd fjarlægðar og víðáttu. Glerstjörnur (sem steyptar höfðu verið í leirmótum) er komið fyrir í götum á plötunum/myndunum. Ljós þar á bak við lýsa upp stjörnurnar. Veggir sundlaugarsalarins eru málaðir í grunnlit verksins og tilheyrandi texti fyrir neðan hverja plötu.
Efni: 6 krossviðsplötur (300x150x1,8cm.), Hard-top epoxylakk, steypt gler.
Orion
ORION
Stjörnubjartur himinn 2003. Ljósmyndari Snævarr Guðmundsson
orion-línur
ORION
Teikning úr 20. aldar stjörnuvísindabók.

orion-kall
ORION
Teikning úr 15. aldar stjörnuvísindabók.
Teiknari Erhard Ratdolt.

Erhard Ratdolt var mikilhæfur prentmeistari í upphafi Endurreisnartímabilsins. Hann var frá Augsburg en starfaði í Feneyjum frá 1475 til 1486 og sá um prentun margra glæsirita í hinum fágaða feneyska stíl. Þessar tréristur vann hann fyrir endurútgáfu ritverksins Poeticion Astronomicon sem fjallaði um goðsögur stjörnumerkja, eftir latneska stjörnufræðinginn Hyginus sem var uppi á annarri öld eftir krist. Myndir Ratdolts í þessu riti, sem eru frá árinu 1482, eru sagðar fyrstu myndlýsingar á goðsögum stjörnumerkjanna sem prentaðar hafa verið í bókarformi.
(Stuðst við bókina Star Myths of the Greeks and Romans, Theony Condos, Phanes Press,1997)
orion og hundur
ORION og STÓRI HUNDUR á vinnslustigi 2002.
Teikningarnar, annars vegar teikning Erhards Ratdolts og hins vegar teikning nútíma stjörnuvísinda, stækkaðar margfalt, felldar saman og notaðar sem grunnur í nýtt listaverk.
orionávegg
LITLI HUNDUR, STÓRI HUNDUR og ÓRÍON (nær)
DREKINN, LITLI BJÖRN og STÓRI BJÖRN (fjær)
Myndirnar frágengnar á sundlaugarvegg, textinn ókominn.
Star Myths-2
DREKINN, LITLI BJÖRN og STÓRI BJÖRN.
ÖKUMAÐURINN og PERSEUS.
Myndirnar frágengnar á sundlaugarvegg og textinn undir.