textistjör
Tilheyrandi texti (sögur stjörnumerkjanna) er á veggnum fyrir neðan hverja mynd.
Byggt á texta gríska ljóðskáldsins og fræðimannsins Eratosþenes.

Sögur stjörnumerkjanna.
Texti á vegg er fenginn úr ritinu Catasterismi eftir gríska ljóðskáldið og fræðimanninn Eratosþenes, en þar fjallar hann um goðsögur stjörnumerkjanna. Eratosþenes var uppi á dögum Hellenismans, fæddur árið 275 fyrir krist.
Um þrítugt flutti Eratosþenes frá Aþenu til Alexandríu, sem var á þeim tíma miðstöð lista og vísinda og endurskoðunar fornra fræða. Í skrifum sínum um stjörnumerkin vitnar hann gjarnan í ljóðskáldið Hesiód sem uppi var um 700 f. kr. En elstu grísku tilvitnanir í stjörnumerkin, sem vitað er um, eru að finna í Hómerskviðum frá 9.öld f. kr.
(Stuðst við bókina Star Myths of the Greeks and Romans, Theony Condos, Phanes Press,1997)