Ljósmynd af engilshöfðinu var stækkuð upp, síðan skipt niður í 6 hluta. Hver hluti yfirfærður í leir, með brún allt í kring, þannig að úr urðu leir-steypumót og þau brennd. Síðan var glerið brætt/steypt í leirmótunum. Steyptu glerformunum var raðað saman í eitt form, þannig að myndverkið samanstendur af 6 leirformum og einu glerformi, sem allt er fellt inní steyptan flöt. Áfastur stallur, er hugsaður fyrir kerti og blóm. ÍSTAK sá um steypu heildarverksins.