MINNISVARÐI UM LÍF
minnisvsrði
Myndin á minnisvarðanum var unnin útfrá örlítillri silfurþynnu, broti, sem fannst í uppgreftri í Skálholti árið 1956.
Hugmyndin varðar tengsl á milli forms og innihalds og einnig tengsl á milli liðinnar tíðar og framtíðar, en nýsköpun brúar bilið þar á milli.
Textinn á verkinu er úr Davíðssálmum:
Augu þín sáu mig er ég enn var óformað efni.
Efni: Sjálfur minnisvarðinn er úr litaðri steinsteypu. Innfelldu formin eru úr brenndum leir og engilshöfuðið úr steyptu gleri.
Hæð: um 2,5m. Unnið fyrir Kirkjugarða Reykjavíkur 1994
Tækni
engill
S169 Silfurþynna, lítið brot, mesta haf 2sm.
Gyllt á framhlið. Á brotinu er engilshöfuð séð á vangann
og allstór hluti af væng, fallega grafið verk. Mjög trúlega af einhverjum kirkjugrip.
Fannst í norðvesturhluta kórs, í efra umrótaða lagi.

Myndin og textinn er úr bókinni Skálholt bl. , eftir Kristján Eldjárn o.fl. 1988.
(Bókin fjallar um fornleifarannsóknir í Skálholti 1952-58)